fimmtudagur, maí 15

Skrýtnar upplýsingar
Íbúar í Nólsoy eru um 260 talsins og búa þeir í 95 húsum.
Samkvæmt www.nummar.fo þá eru 324 Símanúmer skráð í Nólsoy!!
Hið "opinbera" vegakerfi í Færeyjum mælist vera u.þ.b. 450 km. Að auki eru um 500 km af götum / vegum inni í byggðum.
Í Færeyjum eru 16 þyrlupallar!!
"Forknúsað Suðuroyargrót" kostar 115kr. tonnið (fyrir utan skatt).
Í Færeyjum voru búsettir samkvæmt "Hagstovu" þ. 1.mars 2003. 47.821 einstaklingur, sem er 710 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Í Janúar og febrúar s.l. fæddust 96 nýjir Færeyingar, sem er 11.1% færri en á sama tíma í fyrra.
Þingmennirnir eru 32.

Að lokum er veðurspáin fyrir morgundaginn (föstud. 16.maí) Hæg sunnan eða suðaustan átt og möguleiki á sólarglætu. Hiti 7 - 10 stig.

Lifið heil.


ENN styttist í frægðarför vora
Þá eru ekki nema 19 dagar, nítjándagar þangað til við förum til frænda.. og systra okkar þarna í föroyana, "sem er mjög gott".
Mig langaði að benda ykkur á nokkra athyglisverða færeyska staði, hérna á netinu:
ef einhver hefur áhuga á færeyskri popp-tónlist og því sem þar er að gerast, þá er þessi síða alveg málið. Svo er það "Mogginn" þeirra.. hann er hér . Hver man ekki eftir Orminum Langa, sem hljómsveitin Týr flutti svo skemmtilega.. Týr er hér.
Tórshavnar Saxofonkvartett er hérna. Svo er það Eyjan fína Nólsoy. Þeir Nólseyjaskeggjar eiga sér íþróttafélag og það er hér. Hér er Færeyska Náttúrugripasafnið. Þar er m.a. að finna heiti á helstu jurtum, sem vaxa á Nólsoy. Hér hefur einhver nemandi í einhverjum skóla skrifað einhverjar staðreyndir um Nólsoy.


Gott í bili.
Sjáumst í Álfaskapi í kvöld... :-)


.