miðvikudagur, júní 25

Loksins... Loksins... Loksins...
Loksins er neðangreindur ritari búinn að losna við mestu sjóriðuna og er farinn að hitta svona bærilega á lyklaborðið...
Eitthvað fór nú handskolum fréttaflutningur sá er búið að var að lofa af ferðinni miklu (e-ð svo voðalega lélegt internetsambandið frá Færeyjum til Íslands, eða já... ehemm...) SVAKALEGA var nú skemmtilegt þarna úti ( eða það fannst mér allavega!! ). Enn vinna einhverjir hörðum höndum við að sortera úr birtingarhæfar myndir, og skilst mér á helstu myndasmiðum að þær verði samanlagt ca. 2-3, sem hægt verður að birta án þess að blygðunarkennd einhverra verði særð..... ha ha ha...
Ferðasagan var rituð svona í helstu dráttum á leiðinni sem betur fer, minnið er nú eitthvað pínulítið götótt hjá áðurgreindum neðangreindum, á köflum... Og mun hún birtast hér þeim er við sama vandamál eiga við að glíma (nefni engin nöfn eins og t.d. Hjassa og frú Hjass, Tomma & Jenn(ý)u, Sælgætisgerðina, Bjarna Th, Tralla og Nalla.... og Sulla (Vallnabræður)..o.s.frv.).
Allavega get ég fullyrt strax án hjálpar ljósmyndatækninnar að í Færeyjum er gestrisnasta og vingjarnlegasta fólk sem fyrir finnst og þeir kunna líka að brugga bjór.....

Lifið 1/1