laugardagur, maí 3

Til hamingju, við öll!
Þá er búið að taka fyrstu skóflustungu fyrir safnaðarheimilinu. Er mér tjáð af þeim er viðstaddir voru athöfnina að allt hafi farið vel fram og allar skóflur staðist álagið. Áður hafði farið fram messa, sem tókst í allastaði með ágætum. Þó voru tenórarnir að öðrum ólöstuðum lang flottastir að vanda ( enda fá tenórar alltaf mest borgað ). Þó sáu 2 eða 3 úr þeirra röðum sér ekki fært að vera viðstaddir skóflustunguna, enda er forgangsröðin mjög skýr á degi sem þessum.
Nú er hafinn fyrir alvöru undirbúningur fyrir færeyjaferðina og er farið að votta fyrir spenningi í hópnum. M.a. hefur heyrst að Svala sé farin að halda tombólur á hverjum mánudagsmorgni í Vefnaðarvörudeildinni ( þar sem reyndar fæst eiginlega engin vefnaðarvara...) okkur til stuðnings. Að lokum má geta þess að venjuleg kóræfing verður á þriðjudaginn klukkan 20. og er frjáls klæðnaður. Þessvegna þarf ekkert að mæta í Ferrari-bolunum.

P.S. Þeir sem vilja hafa möguleika á að rita hér á bloggið/annálinn OKKAR, vinsamlegast sendið mér tölvupóst á annaðhvort jaskur@mi.is eða skjanni@simnet.is og ég sendi ykkur aðgangsorð...
Venlig hilsen.


þriðjudagur, apríl 29

Æfing í kvöld
Nú í kvöld er hefðbundin þriðjudagsæfing kl. 20. Skilst mér á honum Helga að það eigi að taka fyrir lög, sem sungin verða í Færeyjaferðinni og e-ð fleira.

mánudagur, apríl 28

Sko til !!
Hér er meiningin að rita um hvað það er gerist markvert í ferðinni miklu.