fimmtudagur, maí 15

Skrýtnar upplýsingar
Íbúar í Nólsoy eru um 260 talsins og búa þeir í 95 húsum.
Samkvæmt www.nummar.fo þá eru 324 Símanúmer skráð í Nólsoy!!
Hið "opinbera" vegakerfi í Færeyjum mælist vera u.þ.b. 450 km. Að auki eru um 500 km af götum / vegum inni í byggðum.
Í Færeyjum eru 16 þyrlupallar!!
"Forknúsað Suðuroyargrót" kostar 115kr. tonnið (fyrir utan skatt).
Í Færeyjum voru búsettir samkvæmt "Hagstovu" þ. 1.mars 2003. 47.821 einstaklingur, sem er 710 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Í Janúar og febrúar s.l. fæddust 96 nýjir Færeyingar, sem er 11.1% færri en á sama tíma í fyrra.
Þingmennirnir eru 32.

Að lokum er veðurspáin fyrir morgundaginn (föstud. 16.maí) Hæg sunnan eða suðaustan átt og möguleiki á sólarglætu. Hiti 7 - 10 stig.

Lifið heil.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home